Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 28. júlí 2014 18:00
Arnar Daði Arnarsson
Markvörðurinn Stubbur næstmarkahæstur hjá Dalvík/Reyni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Vítaspyrnuferilinn minn byrjaði nú frekar illa og ég klúðraði einhverju víti í yngri flokkunum," sagði næst markahæsti leikmaður Dalvík/Reynis í sumar markvörðurinn, Steinþór Már Auðunsson.

Hann er vítaskytta liðsins og hefur skorað fimm mörk fyrir liðið í sumar, fjögur í deild og eitt í bikar. Hann skoraði sitt fimmta mark í sumar um helgina í 1-1 jafntefli gegn Aftureldingu.

Veðmál við liðsfélaga

,,Dalvíkingarnir voru búnir að vera klúðra vítum í vetur. Þegar ég kom til þeirra þá heimtaði ég að fá að taka eitt víti í æfingaleik og skoraði. Strákarnir voru eitthvað skeptískir fyrst og fannst þetta hálf kjánalegt. Hefðin er sú að ef maður klúðrar þá missir maður réttinn á að taka vítið. Ég hef ekki enn klúðrað spyrnu síðan."

Steinþór hefur sett sér markmið í sumar, fyrir utan það að klúðra ekki þá stefnir hann á að verða markahæsti leikmaður liðsins í sumar. ,,Ég þarf eitt til að jafna Lexa (Alexander Má Hallgrímsson) sem er markahæstur í liðinu."

Fyrir tímabilið gerði Steinþór veðmál við núverandi liðsfélaga sinn, Kristján Frey Óðinsson sem þá var leikmaður KA um það hvor myndi skora fleiri mörk í sumar.

,,Ég er að vinna 5-0 eins og staðan er. Það er góð ferð í ríkið í verðlaun," sagði Stubbur sem segir að Kristján hafi ekkert um það að segja hver tæki vítið ef Kristján myndi fiska víti sjálfur.

Kallaður Stubbur

Að Steinþór Már sé vítaskytta Dalvíks/Reynis er ekki eina sem vekur athygli því hann hefur afar sjaldgæft gælunafn.

,,Í 2. flokki þá stakk þjálfarinn upp á því að allir leikmenn væru með kaldhæðnisleg gælunöfn. Ég var yngstur og lang stærstur og þess vegna fékk ég gælunafnið, Stubbur. Það var eina gælunafnið sem festist við einhvern. Ég held að vinnuveitendur mínir viti ekki hvað ég heiti. Ég er kallaður Stubbur allstaðar nema heima," sagði Stubbur að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner