Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. ágúst 2015 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FIFA 
Kurzawa til PSG - Skrifar undir fimm ára samning (Staðfest)
Kurzawa lenti illa í John Guidetti og sænska U21 árs landsliðinu í sumar þegar Svíar unnu EM eftir að hafa lagt Frakka af velli í dramatískum umspilsleik.
Kurzawa lenti illa í John Guidetti og sænska U21 árs landsliðinu í sumar þegar Svíar unnu EM eftir að hafa lagt Frakka af velli í dramatískum umspilsleik.
Mynd: dailymail/google
Layvin Kurzawa er búinn að skrifa undir fimm ára samning við Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain.

Kurzawa er ekki nema 22 ára gamall en hefur þrátt fyrir það spilað 73 deildarleiki fyrir Monaco síðustu fimm árin.

Kurzawa tekur við af Lucas Digne sem var lánaður til Roma og mun berjast við brasilíska bakvörðinn Maxwell um byrjunarliðssæti.

„Ég er mjög ánægður að ganga til liðs við jafn metnaðarfullt félag og Paris Saint-Germain er," sagði Kurzawa við vefsíðu PSG.

„Hér fæ ég tækifæri til þess að læra af þeim allra bestu og þetta er stórt skref fyrir mig á ferlinum. Ég hlakka til að spila minn fyrsta leik og hjálpa félaginu að vinna eins marga titla og mögulegt er fyrir stuðningsmennina."

Kaupverðið er ekki vitað en franskir fjölmiðlar telja það vera í kringum 24 milljónir evra, eða 17,5 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner