Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 28. ágúst 2016 13:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Asamoah Gyan á leiðinni til Englands á ný
Asamoah Gyan
Asamoah Gyan
Mynd: Getty Images
Asamoah Gyan hefur flogið til Englands til að skoða nokkur tilboð sem hann hefur fengið þar í landi.

Gyan er þrítugur Ganabúi en talið er að lið eins og Sunderland, Fulham og fleiri lið í Championship deildinni hafi áhuga á honum en framherjinn myndi þá koma á láni frá Shanghai SIPG, þar sem hann spilar í dag.

Hann hefur reynslu úr ensku deildunum en hann spilaði í tvö ár hjá Sunerland áður en hann fór til Al Ain árið 2012 en hann vill sanna sig á nýjan leik á Englandi.

„Ég er með mörg tilboð. Ég og umboðsmaðurinn minn erum komnir itl að skoða þau," sagði Gyan.
Athugasemdir
banner
banner
banner