Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. ágúst 2016 14:15
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man City og West Ham: Guardiola gerir tvær breytingar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Klukkan 15:00 hefst leikur Manchester City og West Ham á Etihad leikvanginum í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Fylgst er með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu

City hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni en Pep Guardiola gerir tvær breytingar frá 4-1 útisigrinum gegn Stoke.

Gael Clichy og Nolito koma inn í byrjunarliðið fyrir Aleksandar Kolarov og Jesus Navas. Markvörðurinn Claudio Bravo er það nýkominn til City að hann er ekki í hóp í dag. Willy Caballero stendur í rammanum.

West Ham er með einn sigur og einn tapleik í byrjun móts. Hinn tvítugi sóknarmaður Ash Fletcher sem var í unglingaliðum Manchester United er í byrjunarliði West Ham. Þetta er hans fyrsti byrjunarliðsleikur í ensku úrvalsdeildinni.

Byrjunarlið Man City: Caballero, Zabaleta, Otamendi, Stones, Clichy, Fernandinho, De Bruyne, Silva, Sterling, Nolito, Aguero

Byrjunarlið West Ham: Adrian, Antonio, Collins, Reid, Ogbonna, Masuaku, Noble, Kouyate, Töre, Fletcher, Valencia



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner