Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 29. janúar 2015 20:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: SportingLife 
Mancini vill fá Yaya Toure til Inter
Yaya Toure til Ítalíu?
Yaya Toure til Ítalíu?
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Inter, segist hafa mikinn áhuga á að fá sinn fyrrum lærisvein Yaya Toure til liðsins.

Toure og Mancini störfuðu saman hjá Manchester City, en Toure spilar enn með liðinu og er einn besti miðjumaður heims.

Mancini segir að Toure gæti gert Inter að sigurstranglegu liði í ítölsku deildinni og að hann gæti reynt að fá hann í sumar.

,,Yaya er einn besti leikmaður í heimi. Hann hefur spilað fyrir svo mörg lið. Hann hefur spilað í Belgíu, Rússlandi, Spáni og Englandi. Það vantar bara ítölsku deildina," sagði Mancini.

,,Þetta gæti verið rétta tækifærið fyrir hann til að koma. Við erum að byggja upp lið, það eru til leikmenn sem breyta ásýnd liða og Yaya er einn af þeim."

,,Við gætum reynt á næsta ári. Við munum fá til okkar þrjá sigurvegara og þá munum við sjá að við verðum reiðubúnir til að berjast um titilinn."
Athugasemdir
banner
banner