Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. mars 2017 06:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
Lucas Perez reiknar með því að hann og Wenger verði áfram hjá Arsenal
Lukas Perez
Lukas Perez
Mynd: Getty Images
Spænski framherjinn Lucas Perez, sem spilar með Arsenal, á von á því að bæði hann og Arsene Wnger, stjóri liðsins, verði áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð.

Wenger þykir orðinn valtur í starfi sem þjálfari liðsins og vilja margir stuðningsmenn að hann láti af störfum eftir tímabilið. Perez segist ekki eiga von á því að stjórinn hætti.

„Hann hefur ekkert gefið það út við okkur leikmennina hvort hann haldi áfram en ég geri ekki ráð fyrir öðru," segir Perez. Þá segist hann sjálfur ætla að berjast fyrir sæti sínu hjá liðinu.

„Ég hef verið óheppinn með meiðsli og ekki náð að sýna hvað í mér. býr. Ég er hinsvegar viss um að í framhaldinu gef ég spilað betur fyrir liðið."

Perez gekk til liðs við Arsenal frá Deportivo La Coruna síðastliðið sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner