Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. júní 2016 23:00
Arnar Geir Halldórsson
Southgate vill ekki taka við Englandi
Óspennandi að þjálfa þessa?
Óspennandi að þjálfa þessa?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Southgate hefur stimplað sig út úr baráttunni um að verða næsti landsliðsþjálfari Englands en frá þessu er greint á BBC.

Southgate þótti líklegastur til að taka við af Roy Hodgson sem stýrði enska landsliðinu í síðasta skipti gegn Íslandi í 16-liða úrslitum EM.

Southgate hefur getið af sér gott orð sem þjálfari U-21 árs landsliðs Englands en hann hefur engan áhuga á að taka við aðalliðinu en einnig kemur fram að honum hafi ekki verið boðin staðan.

England hefur keppni í undankeppni HM þann 4.september næstkomandi en aðrir sem nefndir hafa verið í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara eru meðal annars Slaven Bilic, stjóri West Ham og Arsene Wenger, stjóri Arsenal en samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur hvorugur þeirra áhuga á starfinu.
Athugasemdir
banner
banner