Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 29. ágúst 2015 16:36
Alexander Freyr Tamimi
Mourinho: Frábær úrslit fyrir Crystal Palace
Mourinho og félagar töpuðu í dag.
Mourinho og félagar töpuðu í dag.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að sínir menn hafi ekki átt skilið að tapa gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Crystal Palace vann frábæran 2-1 útisigur á Stamford Bridge og hrósaði Mourinho gestunum fyrir góðan leik. Hann vildi þó meina að jafntefli hefði verið sanngjarnari niðurstaða.

„Ég óska Crystal Palace til hamingju. Þetta eru frábær úrslit fyrir þá og mjög góð frammistaða. Við áttum ekki skilið að tapa, en Palace gaf okkur mjög erfiðan leik. Þetta hefði átt að vera jafntefli, sem hefðu samt verið vond úrslit fyrir okkur. Við gerðum nóg til að tapa ekki," sagði Mourinho.

„Við fengum góð færi og hefðum átt að fá víti í stöðunni 0-0. Miðverðirnir mínir og markvörðurinn átti mjög góðan leik. Við sköpuðum mikið af færi en það voru nokkrir leikmenn sem voru bara ekki með í leiknum. Þegar liðið er ekki á tánum og það eru ekki allir með, þá getur þetta orðið erfitt."

„Ég sagði það fyrir tímabilið að það yrði erfiðara að vinna leiki gegn liðum sem eru ekki í titilbaráttunni því þau eru öll með góða leikmenn og góð lið, eins og West Ham sýndi gegn Liverpool í dag."

Athugasemdir
banner
banner