Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. ágúst 2015 12:09
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Knattspyrnufélag Fjallabyggðar á Facebook 
Mynd: Frestað leik á Ólafsfjarðarvelli vegna rigningar
Mynd: Fjallabyggð - Facebook
Viðureign KF og Hattar í 2. deildinni hefur verið frestað um sólarhring vegna vallaraðstæðna á Ólafsfjarðarvelli eftir gífurlega mikla rigningu og verður því spilaður klukkan 14:00 á morgun, sunnudag.

Viðureignin er mikilvæg fyrir bæði lið sem eru rétt fyrir ofan fallsætiin þrátt fyrir að vera um miðja deild.

Höttur er í sjöunda sæti, þremur stigum frá fallsæti, og KF er einu sæti og tveimur stigum ofar þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu.

Gífurleg spenna er fyrir leikjum dagsins í 2. deild þar sem bæði Huginn og Leiknir F. geta tekið toppsætið af ÍR sem tapaði fyrir Aftureldingu í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner