Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 29. ágúst 2016 09:30
Magnús Már Einarsson
Fabinho og Fonte til Man Utd?
Powerade
Manchester United vill fá Fabinho.
Manchester United vill fá Fabinho.
Mynd: Getty Images
Chelsea er að skoða James Rodriguez.
Chelsea er að skoða James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn lokar á miðvikudaginn og það er alls konar slúður í dag.



Michail Antonio var óvænt valinn í enska landsliðið í gær. Fyrr á ferlinum hafnaði hann boði um að leika með landsliði Jamaíka þar sem hann vonaðist alltaf eftir að komast í enska landsliðið. (Sun)

Real Madrid hefur hafnað tilboði frá Chelsea í James Rodriguez. Real Madrid er tilbúið að selja ef tilboð berst upp á 60 milljónir punda. (Daily Mirror)

Manchester United er að íhuga að bjóða eina milljón punda í Dominic Calvert-Lewin, 19 ára framherja Sheffield United. (Daily Mail)

Manchester United vill líka fá tvo varnarmenn. Jose Fonte hjá Southampton og Fabinho hjá Monaco eru líklegastir þar. (Daily Record)

Líklegra er að Fabinho verði áfram hjá Monaco heldur en að hann fari til United. (Daily Express)

Asamoah Gyan, framherji Shanghai SIPG, er á leið til Reading á láni. (Get Reading)

WBA er að kaupa miðjumanninn Ignacio Camacho frá Malaga á yfir 15 milljónir punda. (Daily Star)

WBA hefur líka boðið 13 milljónir punda í Nacer Chadli hjá Tottenham. (Daily Telegraph)

Saido Berahino gæti hins vegar farið frá WBA áður en félagaskiptaglugginn lokar. (Wolverhampton Express & Star)

Schalke vill fá varnarmanninn Kurt Zouma frá Chelsea. (Daily Mail)

Chelsea er tilbúið að borga 21 milljón punda til að fá vinstri bakvörðinn Marcos Alonso frá Fiorentina. (Marca)

Juventus hefur hætt við að fá Blaise Matuidi frá PSG. (Goal.com)

Crystal Palace er að fá framherjann Loic Remy á láni frá Chelsea. (Sky Sports)

Palace vill líka fá miðjumanninn James McCarthy frá Everton. (Daily Mirror)

Manchester United hefur hafnað tveimur tilboðum í Marcos Rojo og sagt leikmanninum að hann sé ekki til sölu. (Yahoo)

Liverpool hefur sagt Lazar Markovic að hann megi fara á lán. AC Milan hefur áhuga. (Sun)

Wayne Rooney ætti að hætta að spila með enska landsliðinu til að ná lengri ferli með Manchester United en þetta segir Alan Shearer. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner