Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. ágúst 2016 21:45
Arnar Geir Halldórsson
Rooney áfram landsliðsfyrirliði Englands
Rooney áfram með bandið
Rooney áfram með bandið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sam Allardyce sem tók nýverið við enska landsliðinu hefur tekið ákvörðun um að Wayne Rooney haldi áfram sem landsliðsfyrirliði.

Roy Hodgson gerði Rooney að fyrirliða þegar Steven Gerrard hætti með enska landsliðinu árið 2014 og er nú ljóst að Rooney mun halda áfram að bera bandið.

England hefur keppni í undankeppni HM á sunnudag þegar liðið mætir Slóvakíu en það verður fyrsti leikur Englands undir stjórn Allardyce.

Rooney er markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins og stefnir óðum að því að verða einnig sjá leikjahæsti því honum vantar einungis tíu leiki til að jafna Peter Shilton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner