Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 29. október 2014 15:00
Magnús Már Einarsson
Þórður Birgis fer frá Þór - Orri mögulega aðstoðarþjálfari
Sandor Matus líklega áfram
Þórður Birgisson.
Þórður Birgisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Atli Magnússon.
Hlynur Atli Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sóknarmaðurinn Þórður Birgisson mun ekki leika áfram með Þórsurum næsta sumar en þetta staðfesti Magnús Eggertsson í leikmannaráði félagsins í samtali við Fótbolta.net í dag.

Þórður skoraði tvö mörk í 17 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar en hann kom til Þórs frá ÍA síðastliðinn vetur.

Varnarmaðurinn Hlynur Atli Magnússon gæti einnig verið á förum en hann hefur leikið með Þór undanfarin tvö tímabil. Hlynur fór úr axlarlið undir lok tímabilsins og eins og staðan er í dag verður hann ekki áfram hjá Þór.

,,Það getur þó vel verið að við skoðum það eftir áramót þegar hann verður orðinn heill," sagði Magnús.

Áður hafði verið greint frá því að Chuck Chijindu og Shawn Nicklaw muni fara frá Þór og þá er Jóhann Þórhallsson búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna.

Ungverski markvörðurinn Sandor Matus verður aftur á móti líklega áfram hjá Þór þrátt fyrir áhuga hjá félögum í Pepsi-deildinni.

,,Hann verður 99% áfram en það er ekkert klárt fyrr en samningur er í höfn. Honum líður vel hjá okkur og það eru allar líkur á að hann verði áfram," sagði Magnús.

Halldór Jón Sigurðsson tók við þjálfun Þórs á dögunum en möguleiki er á að Orri Freyr Hjaltalín verði spilandi aðstoðarþjálfari hjá liðinu í 1. deildinni næsta sumar.

,,Það hafa verið viðræður við hann en það er ekki búið að ganga frá neinu," sagði Magnús um Orra.
Athugasemdir
banner
banner