Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. nóvember 2014 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Úrvalsdeildarfélögin eyddu 115 milljónum punda í umboðsmenn
Jorge Mendes er sá færasti í bransanum
Jorge Mendes er sá færasti í bransanum
Mynd: Getty Images
Ensku úrvalsdeildarfélögin eyddu 115 milljónum punda í greiðslur til umboðsmanna á þessu ári en tölurnar voru birtast í gær.

Chelsea og Liverpool eyddu mest allra liða ef miðað er við þessar tölur.

Enska úrvalsdeildin birti tölur yfir greiðslur félaga til umboðsmanna á þessu ári en upphæðin nemur 115 milljónum punda.

Tekið er frá október 2013 til september á þessu ári en þar má sjá að Chelsea eyddi mest allra liða í umboðsmenn eða um 16,8 milljónum punda og kom Liverpool þar næst á eftir með 14 milljónir punda.

Manchester City var í þriðja sætinu með 12 milljónir punda en Manchester United var einungis með 8 milljónir punda þrátt fyrir að félagið hafi fjárfest í Angel Di Maria og Radamel Falcao, sem eru báðir með portúgalska umboðsmanninn, Jorge Mendes.

Arsenal eyddi einungis 4,3 milljónum punda í umboðsmenn á meðan Tottenham Hotspur 11 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner