Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. janúar 2015 08:30
Daníel Freyr Jónsson
Sturridge: Gerrard mun stýra Liverpool
Sturridge er leiður yfir því að Gerrard sé að fara.
Sturridge er leiður yfir því að Gerrard sé að fara.
Mynd: Getty Images
Framherjinn Daniel Sturridge, leikmaður Liverpool, telur það öruggt að fyrirliðinn Steven Gerrard muni dag einn verða stjóri liðsins.

Gerrard yfirgefur Liverpool í sumar eftir magnaðan feril með liðinu þar sem hann fer í sögubækurnar sem einn besti leikmaður í sögu þess.

,,Ég er miður mín yfir því að hann sé að fara," sagði Sturridge við BBC, en hann er þessa dagana að jafna sig af erfiðum meiðslum.

,,Ég tel að hann muni koma aftur til félagsins á einn eða annan hátt mjög fljótlega og ég er viss um að hann muni síðar meir stjórna félaginu."

,,Orð geta ekki lýst því hvað hann hefur gert fyrir félagið, sem og England. Hann er enn fyrirmynd fyrir mig, ég lít upp til hans og ég held að allir í liðinu geri það."
Athugasemdir
banner
banner
banner