Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. apríl 2016 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Bayer vann Hertha og fer í Meistaradeildina
Bayer tryggði sæti sitt í Meistaradeildinni með sigri á Hertha
Bayer tryggði sæti sitt í Meistaradeildinni með sigri á Hertha
Mynd: Getty Images
Bayer 2 - 1 Hertha
1-0 Julian Brandt ('2 )
2-0 Lars Bender ('16 )
2-1 Vedad Ibisevic ('21 )

Bayer Leverkusen mun leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili, en þetta varð ljóst eftir sigur liðsins á Herthu Berlín í Þýsku Bundesligunni í dag.

Leikurinn var aðeins tveggja mínútna gamall þegar Julian Brandt kom Bayer yfir. Lars Bender bætti síðan við marki á 16. mínútu.

Fimm mínútum eftir mark Bender skoraði Vedad Ibisevic og minnkaði muninn og var því staðan í hálfleik 2-1.

Þannig var staðan einnig þegar flautað var til leiksloka, en ekkert mark var skorað í seinni háfleik og sigur Bayer því staðreynd.

Ljóst er að Bayer mun enda í þriðja sæti deildarinnar, sem þýðir að liðið muni spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Hertha er í fimmta sæti með 49 stig og á ennþá möguleika á sæti Meistaradeildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner