Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. maí 2015 13:00
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: Heimasíða Aston Villa 
Okore: Þessi dagur er fyrir stuðningsmenn okkar
Mynd: Getty Images
Verður Sherwood svona kátur í leikslok?
Verður Sherwood svona kátur í leikslok?
Mynd: Getty Images
Jores Okore, leikmaður Aston Villa stefnir á sigur í úrslitaleik bikarsins í dag þegar Aston Villa og Arsenal mætast á Wembley kl 16:30 á íslenskum tíma.

Okore segir að það sé ómetanlegt að fá tækifæri til að spila á Wembley en þeir voru vel stemmdir í undanúrslitunum þegar þeir lögðu Liverpool að velli í leið sinni í úrslitaleikinn.

„Ég er mjög spenntur fyrir úrslitaleiknum. Þetta er eitt af stærstu sviðum sem þú munt sjá á þínum ferli og ég hlakka til að fá tækifæri til að spila úrslitaleik með strákunum."

„Undanúrslitin voru mín fyrsta reynsla af Wembley. Það var frábært að vera þarna og hluti af liðinu. Að sjá andrúmsloftið þann dag var ótrúlegt. Stuðningsmennirnir voru yndislegir og ég var heillaður"

„Þeir eru alltaf háværir en þeir voru háværari á Wembley en vanalega. Ég held að það hafi verið spennan að vera þarna fyrir leikinn og síðan sigurvíman og komast í úrslitin. Við skiljum þessa tilfinningar þeirra."

„Þeir voru að í gegnum leikinn og eftir leikinn. Við vorum að með þeim sem lið. Við stóðum okkur vel, bæði á vellinum og í stúkunni. Það var sérstakt að sjá stuðningsmennina okkar svona ánægða. Vonandi verða eir það aftur þessa helgi eftir lokaflautið. Ég er viss um að þeir verða frábærir aftur."

„Við erum spenntir fyrir leiknum en jafn spenntir fyrir möguleikanum á að vinna bikar fyrir þessa stuðningsmenn. Það hefur verið löng ið. Við förum til að spila fyrir okkur sjálfa, fjölskyldur, klúbbinn og stuðningsmenn. Við viljum gefa þeim eitthvað til að fagna. Við erum örvæntingafullir að klára dæmið."
Athugasemdir
banner
banner