Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júní 2016 17:42
Þorsteinn Haukur Harðarson
Bale og Griezmann í forystu í baráttunni um markakóngstitilinn á EM
Vonandi skorar hann ekki á sunnudag.
Vonandi skorar hann ekki á sunnudag.
Mynd: Getty Images
Garerth Bale hjá Wales og Antoine Griezmann hjá Frakklandi eru markahæstu leikmenn EM til þessa. Báðir hafa þeir skorað þrjú mörk í fjórum leikjum.

Bale hefur það helst fram yfir Griezmann að hafa gert eina stoðsendingu en búast má við spennandi baráttu um markakóngstitilinn.

Íslenska liðið mun vonandi hafa áhrif á baráttuna með því að koma í veg fyrir að Griezmann skori í leik Íslands og Frakklands á sunnudag.

Bale og félagar í Wales mæta svo Belgum í 8-liða úrslitunum.

Spánverjinn Alvaro Morata skoraði einnig þrjú mörk á mótinu en Spánverjar eru úr leik á EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner