Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júní 2016 21:29
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Landsliðsþjálfari Spánverja segir af sér (Staðfest)
Del Bosque er hættur með Spánverja.
Del Bosque er hættur með Spánverja.
Mynd: Getty Images
Vicente del Bosque landsliðsþjálfari Spánverja hefur sagt starfi sínu lausu eftir að hafa þjálfað liðið í 8 ár.

Þetta var tilkynnt í kvöld en Del Bosque sá sjálfur um að bera tíðindin á borð í útvarpsviðtali í spænska útvarpinu.

Del Bosque er 65 ára gamall og hefur verið virkilega farsæll sem þjálfari spænska liðsins.

Undir hans stjórn varð liðið Heimsmeistari árið 2010 og Evrópumeistari 2012.

Liðið féll út í 16 liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi á mánudaginn eftir 2-1 tap gegn Ítalíu á Stade de France í París.

Liðið féll út í riðlum Heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíiu og varð þá fyrsta liðið til að falla úr leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner