Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. ágúst 2014 15:47
Jóhann Ingi Hafþórsson
Byrjunarlið Everton og Chelsea: Costa byrjar - Eto'o á bekknum
Diego Costa er klár og byrjar gegn Everton.
Diego Costa er klár og byrjar gegn Everton.
Mynd: Getty Images
Everton og Chelsea eigast við núna kl 16:30 og eru byrjunarliðin komin í hús.

Everton gerir eina breytingu á liðinu sem gerði 2-2 jafntefli gegn Arsenal. Pienaar er frá vegna meiðsla og Aiden McGeady kemur í hans stað.

Hjá Chelsea er Diego Costa í byrjunarliðinu, en hann var búinn að glíma við meiðsli en hann er klár og byrjar ásamt Willian sem kemur í stað Andre Schurrle.

Chelsea hefur byrjað leiktíðina afar vel og unnið fyrstu tvo leiki sína gegn Burnley og Leicester á meðan Everton hefur gert jafntefli gegn bæði Leicester og Arsenal.

Byrjunarlið Everton:
Howard, Baines, Distin, Jagielka (c), Coleman, Barry, McCarthy, McGeady, Naismith, Mirallas, Lukaku.

Byrjunarlið Chelsea:
Courtois, Azpilicueta, Terry (c), Cahill, Ivanovic, Matic, Fabregas, Ramires, Willian, Hazard, Costa.
Athugasemdir
banner
banner
banner