Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. ágúst 2016 09:47
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn kominn til Tyrklands
Kolbeinn fagnar á EM í sumar.
Kolbeinn fagnar á EM í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er kominn til Tyrklands þar sem hann er að ganga í raðir Galatasaray.

Samkvæmt fréttum frá Tyrklandi er líklegt að Kolbeinn komi til Galatasaray á láni frá Nantes í Frakklandi.

Kolbeinn gekk til við Nantes fyrir síðasta tímabil en skoraði aðeins þrjú mörk í 26 deildarleikjum fyrir franska liðið síðasta tímabil og fékk töluverða gagnrýni.

Galatasary er sigursælasta lið Tyrklands en olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili þar sem liðið endaði í 6. sæti og komst því ekki í Evrópukeppni.

Hér að neðan má sjá myndband og myndir af Kolbeini við komuna til Tyrklands. Með í för er Andri Sigþórsson, bróðir og umboðsmaður Kolbeins.





Athugasemdir
banner
banner