Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. september 2015 14:30
Elvar Geir Magnússon
Ásmundur fyrsti kostur ÍBV ef Jóhannes snýr ekki aftur
Ingi Sigurðsson og Ásmundur Arnarsson.
Ingi Sigurðsson og Ásmundur Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikill léttir í Vestmannaeyjum eftir að tryggt var að ÍBV mun spila áfram í Pepsi-deildinni á næsta tímabili. Eyjamenn hafa verið í fallbaráttu í sumar en úrslitin í næstsíðustu umferð gerðu að verkum að liðið getur ekki fallið í lokaumferðinni á laugardag.

Ekki er ljóst hver þjálfar ÍBV næsta sumar en Eyjamenn bíða eftir svari frá Jóhannesi Harðarsyni sem fór í leyfi af persónulegum ástæðum um mitt sumar. Jóhannes er með samning en á þessari stundu er ekki víst að hann snúi aftur.

„Við erum að bíða eftir svörum frá Jóa og svo kemur í ljós hvort það verður af eða á hjá honum. Næsti kostur er Ási sem verið hefur með okkur en hans samningur er bara út tímabilið," segir Ingi Sigurðsson, stjórnarmaður hjá ÍBV, en Ásmundur Arnarsson tók við Eyjamönnum eftir að Jóhannes fór í leyfi.

„Þetta eru þeir tveir aðilar sem koma til greina hjá okkur eins og er. Í sumar var gert samkomulag við Jóa að gera hlé á samstarfinu meðan hann þyrfti tíma með sinni fjölskyldu. Nú er komið að þeim tíma að hann þurfi að svara okkur hvort hann geti staðið við sinn samning eða ekki. Ef það verður ekki er Ási eðlilega næsti kostur, við treystum honum fyrir verkefninu í sumar og myndum vilja ræða framhaldið við hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner