Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. september 2016 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jafnt hjá Everton og Crystal Palace
Stóru mennirnir sáu um að skora mörkin
Þessi steinlá!
Þessi steinlá!
Mynd: Getty Images
Benteke jafnaði fyrir Palace
Benteke jafnaði fyrir Palace
Mynd: Getty Images
Everton 1 - 1 Crystal Palace
1-0 Romelu Lukaku ('35 )
1-1 Christian Benteke ('50 )

Niðurstaðan var jafntefli í föstudagsleiknum í ensku úrvalsdeildinni þessa helgina. Everton fékk Crystal Palace í heimsókn og liðin ákváðu að skipta með sér stigunum á Goodison Park í kvöld. Þetta var fyrsti leikurinn í sjöundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Fyrsta mark leiksins kom eftir 35 mínútur og auðvitað var það Belginn Romelu Lukaku sem skoraði. Maðurinn hefur verið sjóðandi heitur upp á síðkastið og markið sem hann skoraði í kvöld var stórkostlegt. Hann átti þá skot beint úr aukaspyrnu, sem fór yfir varnarvegginn hjá Crystal Palace og það var lítið sem Steve Mandanda gat gert í markinu. Staðan 1-0 fyrir Everton og þannig var hún í hálfleik.

Það tók Crystal Palace ekki langan tíma að jafna í seinni hálfleiknum, aðeins fimm mínútur. Þá stökk Christian Benteke hæst allra í teignum og skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá Joel Ward á hægri vængnum.

Það voru ekki fleiri mörk skoruð í leiknum í kvöld og þess vegna þurftu liðin að skiptast á jafnan hlut. Everton er núna með 14 stig í þriðja sæti deildarinnar á meðan Crystal Palace er með 11 stig í sjöunda sæti.



Athugasemdir
banner
banner