Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. október 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Liverpool líklegast til að krækja í Reus
Powerade
Marco Reus er orðaður við Liverpool.
Marco Reus er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Lichtsteiner gæti farið til Arsenal.
Lichtsteiner gæti farið til Arsenal.
Mynd: Dirty Tackle
Slúðurpakkinn er að sjálfsögðu á sínum stað á þessum flotta fimmtudegi.



Liverpool er í bílstjórasætinu í baráttunni um Marco Reus (25) miðjumann Borussia Dortmund en samningaviðræður hans við þýska félagið hafa siglt í strand. (Metro)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, ætlar að fá Jay Rodriguez (25) framherja Southampton á tuttugu milljónir punda. (Daily Mirror)

Arsenal hefur áhuga á Stephan Lichtsteiner (30) bakverði Juventus. (Talksport)

Arsenal vill líka fá miðjumanninn Romulo (24) frá Spartak Moskvu í janúar. Arsenal gæti boðið rússneska félaginu 9,5 milljónir punda í leikmanninn auk þess sem Yaya Sanogo myndi fara til Spartak á láni. (Daily Express)

Manchester City, Arsenal, Chelsea og Manchester United eru öll að berjast um Sami Khedira (27) miðjumann Real Madrid. (Shoot)

Mancester United, Liverpool og Tottenham hafa áhuga á Omer Toprak (25) varnarmanni Bayer Leverkusen. (Daily Star)

Leikmenn QPR eru ánægðir með að Rio Ferdinand sé á leið í þriggja leikja bann því að þeir telja að liðið sé sterkara þegar hann er fjarverandi. (Daily Mirror)

Daniel Sturridge hefur komið Mario Balotelli til varnar en hann segir að Ítalinn sé misskilinn. (Talksport)

Peter Schmeichel segir að Manchester City sé stærra félag en Manchester United í augnablikinu. (Manchester Evening News)

Gareth Bale (25) mun snúa aftur í lið Real Madrid gegn Liverpool í næstu viku eftir meiðsli. (Daily Express)

Mike Riley og Howard Webb, yfirmenn dómaramála í ensku úrvalsdeildinni, eru á leið til Hollands til að skoða hvort að myndbandsupptökur geti hjálpað til í dómgæslunni. (Sun)

Bryan Robson segir að Manchester United hafi saknað Michael Carrick (33) á þessu tímabili. (Daily Express)

Mathieu Flamini miðjumaður Arsenal telur að Vito Mannone markvörður Sunderland geti komið sterkur til baka eftir að hafa gert slæm mistök í síðustu tveimur leikjum. (Northern Echo)

Luis Suarez var nálægt því að ganga í raðir Juventus sumarið 2012 áður en Brendan Rodgers sannfærði hann um að vera áfram hjá Liverpool. (Tuttosport)

Manchester United er að fylgjast með Benedikt Howedes (26) varnarmanni Schalke og liðsfélaga hans Julian Draxler (21) en hann er miðjumaður. (Bild)
Athugasemdir
banner