Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. nóvember 2015 15:12
Elvar Geir Magnússon
Man Utd bauð öllum í galakvöldverð nema Valdes
Skilinn eftir útundan.
Skilinn eftir útundan.
Mynd: Getty Images
Manchester United hélt galakvöldverð til styrktar UNICEF í gærkvöldi.

Markvörðurinn Victor Valdes fékk ekki boð í kvöldverðinn en hann er algjörlega úti í kuldanum hjá knattspyrnustjóranum Louis van Gaal.

Yolanda Cardona, eiginkona Valdes, er mjög ósátt og lét óánægjuna í ljós á Instagram.

„Að bjóða eiginmanni mínum ekki að vera hluti af #united4unicef er það síðasta sem þú býst við frá stóru félagi eins og Manchester United," skrifaði Cardona á Instagram.

Reikna má með því að Valdes yfirgefi Manchester United í janúarglugganum en hann hefur aðeins spilað tvo leiki fyrir liðið. Hann fær ekki að æfa lengur með aðalliðinu eftir að hafa lent upp á kant við Van Gaal á undirbúningstímabilinu.



Athugasemdir
banner
banner