Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   mán 31. júlí 2017 10:44
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Halló Akureyri - Rígur KA og Þórs lifir
Lárus Orri Sigurðsson skaut á KA.
Lárus Orri Sigurðsson skaut á KA.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn var rætt við þjálfara Akureyrarliðanna Þórs og KA.

Þórsarar hafa verið á flottu skriði í Inkasso-deildinni eftir erfiða byrjun og eru nú þremur stigum frá öðru sætinu.

KA-menn fóru af stað í Pepsi-deildinni með miklum látum en stigasöfnunin hefur ekki verið eins góð upp á síðkastið og liðið er um miðja deild.

Greinilegt er að rígurinn milli þessara félaga lifir góðu lífi en Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Þórs, skaut létt á KA.

„Við erum eina liðið á Akureyri sem fylgir þeirri stefnu að vera með heimamenn. Maður finnur fyrir meðbyr frá fólkinu út af því," segir Lárus og skýtur á KA.

„Það er gaman að sjá að fyrirtæki eru tilbúin að standa með þeim í þessu. Þeir eru atvinnumannalið í dag. Það er ekkert öðruvísi. Þeir hljóta að stefna hátt miðað við þær fjárfestingar sem þeir eru í. Aðgengi KA-manna að fjármagni hefur altaf verið meira en stuðningurinn og hjartað verið Þórsmegin."

Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, tók undir það að rígurinn væri svo sannarlega til staðar en benti á að þeir væru í úrvalsdeildinni og Þórsarar í 1. deildinni og ekki væri hægt að skjóta á milli deilda.

Hlustaðu á viðtölin við Lárus og Túfa í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner