Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 31. október 2014 12:18
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Erlendum leikmönnum FH gæti fjölgað
Erlendu leikmennirnir fimm hjá FH verða allir áfram en félagið stendur við bakið á Kassim Doumbia.
Erlendu leikmennirnir fimm hjá FH verða allir áfram en félagið stendur við bakið á Kassim Doumbia.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég tel sennilegast að við leitum út fyrir landsteinana. Það eru ekki miklar hreyfingar á markaðnum hér heima og ekki margir möguleikar en við skoðum þá vel," segir Guðlaugur Baldursson, aðstoðarþjálfari FH, í viðtali við Morgunblaðið.

Ljóst er að FH þarf að bæta við sig leikmönnum þar sem Hólmar Örn Rúnarsson er farinn í Keflavík, Ólafur Páll Snorrason í Fjölni og Ingimundur Níels Óskarsson í Fylki.

Liðið hefur þó fengið miðjumanninn Finn Orra Margeirsson sem var fyrirliði Breiðabliks.

„Við flýtum okkur hægt og við ætlum að vanda okkur við hlutina eins og við höfum gert upp á síðkastið. Við munum fá góða leikmenn til að fylla í þau skörð sem þarf að fylla í," segir Guðlaugur í Morgunblaðinu.

FH var með fimm erlenda leikmenn í sumar og verða þeir allir áfram hjá félaginu. Það eru miðvörðurinn Kassim Doumbia, bakverðirnir Sam Tillen og Jonathan Hendrickx, miðjumaðurinn Sam Hewson og sóknarmaðurinn Steven Lennon.

Kassim "The Dream" byrjar í fjögurra leikja banni næsta sumar eftir að hafa misst sig eftir tapið gegn Stjörnunni en Guðlaugur segir að staðið verði við bakið á honum enda hafi hann reynst liðinu vel.
Athugasemdir
banner