Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
banner
   mið 12. nóvember 2025 21:04
Snæbjört Pálsdóttir
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tapaði naumlega gegn dönsku meisturunum Fortuna Hjörring 0-1 á Kópavogsvelli í kvöld. Aðspurður um frammistöðu liðsins þrátt fyrir tapið svaraði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks, 

„Mér fannst hún bara fín. Það voru augnablik hjá þeim og augnablik hjá okkur, sem við bjuggumst við. Mér fannst við geta verið aðeins betri með boltann, aðeins hreinni í spilinu. Í fyrri hálfleik komumst við í fínar stöður en vorum stundum of fljót á okkur þegar við hefðum getað skapað meira. Í heildina var þetta 50/50 leikur. Bæði lið fengu færi, markverðirnir gerðu nokkrar góðar vörslur og bæði lið vörðust vel í teignum.g get ekki verið of svekktur með frammistöðuna, við höfum ekki spilað í þrjár vikur, þannig kannski var smá ryð í okkur. Munurinn í kvöld var kannski sá að þeirra X-faktor leikmaður, Joy, var líklega munurinn á liðunum. Okkar X-faktor leikmenn voru kannski ekki alveg uppi á tánum í kvöld og það varð úrslitaatriðið að mínu mati."


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Fortuna Hjörring

„Við þurfum að gera betur á síðasta þriðjung og nýta stöðurnar betur. Við þurfum X-faktor leikmennina okkar til að stíga upp og segja: „Við ætlum að vinna þennan leik, við ætlum að sjá til þess,“ eins og þeir hafa gert allt tímabilið. Auðvitað geta þeir ekki alltaf allir gert það, en liðið er nógu sterkt til að einhver stígi upp þegar það skiptir máli. Það gerðist ekki alveg í kvöld, en það getur líka gerst í leikjum sem þessum."

„Sumir leikmenn stóðu sig mjög vel og í heildina átti liðið fínan leik. Ég held að þessi leikur hjálpi okkur fyrir þann næsta – bæði lið vita nú betur hvað hitt getur. Þetta var góður leikur og við þurfum bara að gera svipað næst. Ég vona að þessar 90 mínútur í kvöld hjálpi okkur að hrista ryðið af og að við verðum aðeins beittari í næsta leik."

Herdís Halla kom inn í byrjunarliðið í kvöld og stóð sig frábærlega

„Hún stóð sig virkilega vel. Kate fór í aðgerð þannig þetta var þvinguð breyting. En hún kom inn og stóð sig frábærlega, átti  nokkrar góðar vörslur og steig vel upp. Hún getur tekið mikið jákvætt út úr þessum leik og lært af honum líka. Hin breytingin var varðandi Öglu Maríu, hún var í frí sem var löngu ákveðið, þess vegna byrjaði hún á bekknum. Þetta voru því báðar þvingaðar breytingar. En Ása og Herdís sem komu inn stóðu sig mjög vel, þannig framtíðin er björt fyrir þær. Þær geta tekið mikið út úr svona leik gegn svona sterku liði."

Næsti leikur verður á heimavelli Fortuna Hjörring úti í Danmörku næsta miðvikudag og er völlurinn sagður ansi þungur og drullugur

„Já, þetta er grasvöllur. Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur en við sjáum til. Það gæti haft áhrif á leikinn. Við komum þangað á mánudaginn og sjáum hann á þriðjudag. Við getum samt spilað aðeins, en ég geri ráð fyrir að völlurinn taki svolítið orkuna úr fótunum. Ég hef heyrt að veðrið og álagið útaf karlaliðinu hafi ekki hjálpað, svo við sjáum hvernig þetta verður. Þetta verður þó eins fyrir bæði lið."


Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner