Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 16. nóvember 2022 09:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Þór í Öster (Staðfest)
Spilar í Svíþjóð á næsta tímabili.
Spilar í Svíþjóð á næsta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Rúnar Þór Sigurgeirsson er genginn í raðir sænska félagsins IF Öster frá Keflavík. Rúnar skrifar undir þriggja ára samning, er samningsbundinn út tímabilið 2025.

Hann er 22 ára vinstri bakvörður sem spilaði á dögunum sinn annan A-landsleik.

Vito Stavljanin, yfirmaður íþróttamála hjá Öster, heimsótti Ísland fyrr á þessu ári og fylgdist með Rúnari.

„Hann er nútíma bakvörður með góðan hraða og tækni. Hann er aggresívur leikmaður sem vill sækja og fara upp völlinn."

Rúnar var nálægt því að ganga í raðir sænska félagsins Sirius í fyrra en féll á læknisskoðun. Í ár lék hann 22 deidlarleiki og lagði upp tvö mörk fyrir Keflavík sem endaði í 7. sæti Bestu deildarinnar.

Hjá Öster hittir Rúnar fyrir þjálfarann Srdjan Tufegdzic - Tufa, og Álftnesinginn Alex Þór Hauksson.

Á nýliðnu tímabili endaði Öster í 3. sæti Superettan, næstefstu deildar í Svíþjóð, fór í umspil um að komast upp í efstu deild en tapaði í tveggja leikja einvígi gegn Varberg og verður því áfram í næstefstu deild á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner