Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. nóvember 2022 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Víkurfréttir 
Sindri Kristinn í FH (Staðfest) - „Erfitt að skilja við Keflavík"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Kristinn Ólafsson er genginn í raðir FH og gerir þriggja ára samning við félagið. Þetta staðfestir hann í samtali við Víkurfréttir.

Sindri, sem er 25 ára markvörður, hefur allan sinn feril leikið með Keflavík. Samningur hans við félagið rann út eftir nýliðið tímabil og ákvað hann að söðla um og fara í FH. Í haust var hann einnig orðaður við KR og KA.

Í viðtalinu við Víkurfréttir segir Sindri að nokkur lið hafa sýnt sér áhuga, öll voru þau íslensk, og tók hann sér sinn tíma að vega og meta sína möguleika.

„Þetta var mér erfið ákvörðun. Keflavík er félagið mitt og er mér rosalega kært. Ég hef lagt mig allan fram og gert allt fyrir félagið, sama hvort það tengist innviðum þess eða öðru. Það er erfitt að skilja við Keflavík en ég vona innilega að ég eigi afturkvæmt í Keflavík og mun styðja Keflavík í öllu sem það tekur sér fyrir hendur – nema náttúrulega þegar ég mæti þeim."

„Ég held áfram með Keflavík og verð á öllum körfuboltaleikjum og verð vonandi ennþá velkominn í Reykjaneshöll og á Sunnubrautina því að ég er ennþá félagsmaður og mun alltaf vera það. Þetta er erfitt en ég vona að Keflvíkingar virði þessa ákvörðun og ég muni áfram eiga mína vini í Keflavík,"
segir Sindri í viðtalinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner