Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. nóvember 2022 10:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Van Bronckhorst rekinn frá Rangers (Staðfest)
Rekinn
Rekinn
Mynd: Rangers
Rangers hefur rekið Giovanni van Bronckhorst úr starfi eftir eitt ár sem stjóri hjá félaginu. Rangers er níu stigum á eftir toppliði Celtic í titilbaráttunni.

Van Bronckhorst tók við í nóvember í fyrra eftir að Steven Gerrard var ráðinn til Aston Villa. Á síðustu leiktíð fór Rangers alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar auk þess að verða bikarmeistari.

Rangers var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og þar gekk sögulega illa, sex töp og 22 mörk fengin á sig. Engu liði hefur gengið jafn illa í sögu keppninnar.

Rangers var með sex stiga forskot á toppi deildarinnar á síðasta tímabili en Celtic náði að landa titlinum.

Skoska deildin fer aftur af stað 15. desember og þá mætir Rangers liði Hibernian. Spurning hvort að Rangers horfi í að fá Gerrard, sem gerði flotta hluti hjá félaginu, aftur til sín þar sem hann tók pokann sinn hjá Villa í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner