Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 26. júní 2020 00:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Tölum bara um leikinn
Titilvörn Víkings R. hófst í kvöld og heldur áfram í næstu umferð.
Titilvörn Víkings R. hófst í kvöld og heldur áfram í næstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var svona þannig séð [fyrir framan bekkinn]," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R, um rauða spjald James Dale, leikmanns Víkings Ólafsvíkur.

Liðin öttu kappi í (gær)kvöld í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og þurfti vítaspyrnukeppni og bráðabana í henni til að útkljá hvort liðið hefði betur. James Dale fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik framlengingarinnar.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 5 -  6 Víkingur R.

„Við vorum komnir í sókn og svo sé ég allt í einu Atla [Hrafn Andrason] detta niður og hvort sem að leikmaður var með ásetning eða ekki þá allavega stöðvaði hann Atla. Fyrir mér var þetta allavega gult spjald, seinna gula spjaldið."

Aðstoðardómarinn fjær var sá eini í dómaratríóinu sem virtist sjá eitthvað athugavert og í kjölfarið varð niðurstaðan, eftir að rætt hafði verið við bekkinn hjá Víkingi R., að gefa seinna gula spjaldið á Dale.

„Ég held að okkar bekkur hafi séð nokkurn veginn hvað gerðist. Það voru nokkrir á bekknum sem sáu þetta, þó að ég gerði það ekki. Tölum bara um leikinn."

Arnar var í kjölfarið spurður út í gang leiksins.

„Við vorum skítlélegir í fyrri hálfleik. Vorum undir í öllu og markið þeirra var sjokk, fer aðeins í sjálfstraustið á mönnum. Við ræddum málin í hálfleik og leikurinn lagaðist í seinni hálfleik. Það var mikill léttir að ná inn jöfnunarmarkinu."

„Þeir [leikmenn Ólafsvíkur] stóðu sig eins og hetjur, gáfu okkur hrikalega góðan leik. Ég held að þeir eigi eftir að gera góða hluti í Lengjudeildinni í sumar."


Arnar að lokum spurður út í hvort það kæmi til greina að hvíla Kára Árnason gegn FH í næstu umferð Pepsi Max-deildarinnar en Arnar hafði áður í viðtalinu komið inn á það að planið hefði verið að hvíla Kára og Sölva Geir Ottesen í kvöld.

„Ekki séns, það er bara þannig," sagði Arnar um mögulega hvíld Kára.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner