Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 29. nóvember 2022 09:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolo Toure tekinn við Wigan (Staðfest)
Kolo Toure.
Kolo Toure.
Mynd: Getty Images
Kolo Toure er nýr þjálfari Wigan í ensku B-deildinni en búið er að staðfesta þessi tíðindi.

Leam Richardson var rekinn fyrir rúmri viku síðan eftir að hafa tapað sjö leikjum í röð í deildinni.

Wigan, sem er í 22. sæti B-deildarinnar, hóf strax leit að nýjum þjálfara en félagið hafði samband við Yaya Toure, fyrrum leikmann Manchester City og Barcelona, en hann hafnaði tilboði félagsins.

Yaya þjálfar hjá Tottenham í dag og vildi ekki ganga frá því verkefni en Kolo, bróðir Yaya, var til í ævintýrið.

Kolo hefur verið að þjálfa hjá Leicester með Brendan Rodgers undanfarin ár en fær núna mjög svo áhugavert starf. Það verður áhugavert að sjá hvernig þessum fyrrum leikmanni Arsenal og Man City munn ganga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner