Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. apríl 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeildin - Tómas Þór velur sitt lið
Lið Tómasar.  Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Tómasar. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Tómas Þór Þórðarson.
Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Draumaliðsdeild Eyjabita opnaði í síðustu viku og 1500 lið eru nú þegar skráð til leiks.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport og Vísi er að sjálfsögðu búinn að stilla upp liði fyrir tímabilið.

„Ég vil byrja á að taka það fram að ég er skelfilegur í fantasy en tek aðallega þátt því ég er mikill Eyjabitamaður," sagði Tómas áður en hann opinberaði lið sitt.

„Mín taktík er að hafa sem fæsta varnarmenn og sem flesta sem geta skorað mörk. Einnig reyni ég að klára fyrstu kaupin á svona 10 mínútum og oftast hreyfi ég ekkert meira við liðinu allt sumarið."

Markvörður: Ég vildi hafa Anton Ara en skort milljón upp á það. Ég er meira en góður með Kristijan vin minn sem sagði mér að fokka mér í fyrra en það er vatn undir brú. Grindvíkingar eiga eftir að halda oft hreinu.

Vörnin: Ég get ekki útnefnt Björn Berg besta leikmann preseason og svo ekki valið hann í liðið. Davíð Kristján held ég að eigi eftir að leggja upp nokkur mörk og þá er ég, og hef alltaf verið, mikið Davíð Atla maður. Ef hann endist mögulega lengur en 3-4 leiki er hann að fara að gera hluti. Smá meiðslapési þar.

Miðjan: Gústi Púst virðist hafa komið með markaskó úr Grafarvoginum og reimað þá fast á Arnþór Ara. Hann vinnur líka í útibúinu mínu og er toppmaður. Siggi Lár er þarna af augljósum ástæðum sem og Hilmar Árni; mörk og stoðsendingar. Ég hef svo alveg smá svægi fyrir Emil Ásmunds. Mér fannst hann lítið geta fyrst þegar að hann kom heim en hann var geggjaður í fyrra og hefur verið flottur í vetur.

Sóknin: Elfar skoraði níu mörk í fyrra og er í liði sem getur skorað. Hefur einnig verið heitur í vetur. Shahab er einn besti slúttarinn í deildinni og hugsar bara um að skora. Þá meina ég bara um að skora. Tobias verður svo markahæstur hjá Val, að ég held.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Andri Rúnar Bjarnason velur sitt lið
Orri Sigurður Ómarsson velur sitt lið
Böddi löpp velur sitt lið
Lucas Arnold velur sitt lið
Athugasemdir
banner
banner