Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. mars 2012 22:04
Sebastían Sævarsson Meyer
Alexis Sanchez setur markmiðið hátt
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez, leikmaður Barcelona, hefur sett markmiðið hátt en hann vill vera einn besti leikmaður heims áður en hann leggur skóna á hilluna.

Sanchez hefur leikið vel með Barcelona síðan hann kom frá Udinese í sumar og skorað átta mörk í nítján deildarleikjum með Börsungum.

Hann segist enn eiga langt til lands og rétta hugarfarið þarf að vera til staðar svo hægt sé að ná markmiðum sínum, en þessi 23. ára gamli vængmaður segir það vera erfitt fyrir Chilebúa.

,,Ég vil ljúka ferlinum sem einn besti knattspyrnuleikmaður heims og hafa fært nafn Chile til heimsins," sagði Sanchez.

,,En lífið er áskorun. Ég veit að ég hef ekki afrekað neitt ennþá og verð að halda áfram. Svo ég mun þegja og þegar ég hætti sé ég hvað ég gerði rétt og hvað rangt."

,,Þetta veltur allt á hugarfari en stundum er hugarfarið hjá Chilebúum veikt. Stundum heldur hann að hann hafi gert allt þegar ekkert hefur verið gert. Leikmenn frá Chile eru góðir, en við þurfum að hafa rétta hugarfarið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner