Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 02. september 2014 20:12
Alexander Freyr Tamimi
Kolbeinn Sigþórs: Harry Redknapp var áhugasamur
Kolbeinn verður áfram hjá Ajax.
Kolbeinn verður áfram hjá Ajax.
Mynd: Getty Images
Kolbeinn Sigþórsson tók ekki þátt í landsliðsæfingu Íslands á Kópavogsvelli í dag, en liðið mætir Tyrklandi í fyrsta leik undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli eftir viku.

Kolbeinn ræddi við Fótbolta.net á hlaupabrautinni og kvaðst þurfa að hvíla í nokkra daga. Hann verður þó til í slaginn fyrir leikinn gegn Tyrkjum.

,,Ég tognaði á ökkla í seinasta leik og þess vegna hef ég þurft að sleppa þessari æfingu. Ég tel þetta ekki vera alvarlegt, læknarnir hafa skoðað mig og sagt að ég þurfi að hvíla næstu tvo daga," sagði Kolbeinn við Fótbolta.net.

Kolbeinn var sterklega orðaður við Queens Park Rangers í sumar og var búist við því að hann myndi yfirgefa Hollandsmeistara Ajax, en hann ákvað þó að gera nýjan samning við félagið og taka allavega eitt tímabil til viðbótar í Amsterdam.

,,Ég ákvað að vera áfram hjá Ajax, mér fannst ég ekki þurfa að flýta mér og held ég fái góðan spiltíma núna. Svo sjáum við bara til hvað gerist á næsta ári, ég ætla að reyna að eiga gott tímabil hjá Ajax," sagði Kolbeinn, sem viðurkennir að hann hafi hugsað sér til hreyfings.

,,Ég bjóst sjálfur persónulega við því að fara og var alveg tilbúinn í það að fara, en seinustu vikur breyttu því. Ég fékk meira að spila og aðeins betri tilfinningu fyrir því að vera áfram. Það var ástæðan fyrir því að ég skrifaði undir eitt ár í viðbót."

Kolbeinn neitar því ekki að það hefði líklega verið gaman að spila undir stjórn hins litríka Harry Redknapp:

,,Harry Redknapp er skemmtilegur karakter og örugglega mjög góður þjálfari, það hefði örugglega verið gaman. Hann var áhugasamur um að fá mig, ég viðurkenni það alveg, en ég ákvað að vera áfram," sagði Kolbeinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner