Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. október 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Carragher býst við að Liverpool muni selja Balotelli
Balotelli hefur lítið sýnt á tímabilinu.
Balotelli hefur lítið sýnt á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, reiknar með að félagið muni selja Mario Balotelli fyrir næsta tímabil.

Balotelli var tekinn af velli í hálfleik í 3-0 tapi Liverpool gegn Real Madrid í gær en frammistaða hans á tímabilinu hefur ollið miklum vonbrigðum.

Balotelli kom frá AC Milan á 16 milljónir punda í sumar en Carragher býst við að Liverpool muni losa sig við hann í sumar.

,,Ég get ekki breytt skoðun minni á Balotelli og hún hefur ekkert með það að gera hvað hann hefur gert í treyju Liverpool," sagði Carragher.

,,Þetta snýst um hvað hann hefur gert hjá Man City og hjá AC Milan. Held ég að hann verði hér lengi? Nei. Ég yrði hissa á því ef hann verður hér á næsta tímabili ef ég á að vera hreinskilinn. Þessir leikmenn sem eru alltaf að skipta um félög eru að gera það af ástæðu."
Athugasemdir
banner
banner