Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 28. desember 2004 19:58
Allt um enska boltann í dag
Átta leikjum er lokið í enska boltanum í dag. Af toppliðunum þá sigruðu Chelsea, Middlesbrough og Liverpool sína leiki en Everton tapaði 2-0 fyrir Charlton þar sem að Hermann Hreiðarsson var á skotskónum.

Klukkan 20:00 hefst leikur Aston Villa og Manchester United og á morgun lýkur umferðinni þegar að Newcastle mætir Arsenal. Kíkjum á umfjöllun um leiki dagsins í enska boltanum.


Portsmouth 0-2 Chelsea:
Chelsea virðast vera óstöðvandi þessa dagana og báru sigurorð af Portsmouth 2-0 í leik þar sem svo virtist sem þeir væru búnir að sætta sig við að ná aðeins einu stigi. Didier Drogba var í byrjunarliði Chelsea á kostnað Eiðs Smára í dag en Eiður kom inná sem varamaður á 58. mínútu. Chelsea átti tvö góð færi snemma í leiknum.

Annars vegar var það er Drogba átti skot sem Shaka Hislop varði vel og hinsvegar er Arjen De Zeeuw stöðvaði skot Frank Lampard. Heimamenn voru hinsvegar nálægt því að ná forskotinu er Nigel Quashie átti skot að marki en Petr Chech í markinu ýttu honum yfir markið.

Eiður Smári átti einnig gott færi en skaut boltanum yfir markið. Arjen Robben kom svo Chelsea yfir á 79. mínútu er skot hans breytti um stefnu er það lenti í Matthew Taylor og svo framhjá Hislop í markinu. Joe Cole tryggði svo sigurinn undir lok leiksins með lágu skoti.


Portsmouth: Hislop, Griffin, Primus, De Zeeuw, Taylor, Stone (Cisse 76), Quashie (Berkovic 83), Faye, O'Neil, Kamara (Fuller 65), Yakubu.
Aðrir varamenn: Berger, Ashdown.

Chelsea: Cech, Paulo Ferreira, Gallas, Terry, Johnson, Duff, Makelele, Smertin (Cole 73), Lampard, Robben (Geremi 81), Drogba (Eiður Smári 58).
Aðrir varamenn: Cudicini, Bridge.



Liverpool 1-0 Southampton
Liverpool tókst að vinna Southampton á heimavelli í dag með einu marki gegn engu. Heimamönnum gekk illa að brjóta ísinn og sköpuðu sér tilturulega fá hættuleg færi í fyrri hálfleik.

Það kom þó að því að boltinn söng í netinu og það gerðist á 44. mínútu. Þá vann Xabi Alonso boltann í miðjunni, rak hann upp völlinn og sendi svo frábæra stungusendingu á Florent Sinama Pongolle sem skoraði fram hjá Antti Niemi í marki Dýrlinganna.

Síðari hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri. John Arne Riise hinn funheiti Norðmaður átti bylmyngsskot í þverslánna eftir stórkostlega sendingu frá Steven Gerrard. Luis Garcia átti svo skalla sem Niemi varði í stöngina og markmaðurinn var svo heppinn á lokamínútunni þegar hann átti að fá dæmt á sig víti og rautt spjald fyrir brot á Riise.

Liverpool: Dudek, Finnan (Diao 29), Hyypia, Carragher, Riise, Luis Garcia, Alonso, Gerrard, Warnock, Mellor, Sinama Pongolle.
Varamenn: Hamann, Nunez, Traore, Harrison.

Southampton: Niemi, Telfer, Jakobsson, Higginbotham, Cranie, McCann, Prutton, Oakley, Delap, Ormerod, Blackstock.
Varamenn: Smith, Anders Svensson, Yahia, Phillips, Folly.



Middlesbrough 2-0 Norwich:
Tvö mörk á tveimur mínútum frá Joseph Desire Job færðu Middlesbrough sigur á fallbaráttuliði Norvich City. Það var ekki til að bæta stöðu Norwich í deildinni að liðið var án Simon Charlton, Youssef Safri og Mattias Jonson sem allir voru meiddir. Danski landsliðsmaðurinn Thomas Helveg meiddist svo í leiknum og varð að fara af velli eftir að höfuð hans og Gary Doherty liðsfélaga hans skullu saman.

Boro áttu mýmörg færi í leiknum og Stuart Downing átti stórleik vinstri kantinum. Job byrjaði á bekknum en kom inná sem varamaður er Mark Viduka varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Fyrra mark hans kom á 52. mínútu eftir aukaspyrnu Downing og hann bætti svö öðru við tveimur mínútum síðar eftir sendingu Franck Queudrue en í það skiptið setti Job boltann milli fóta Robert Green í markinu.

Middlesbrough: Schwarzer, Reiziger, Southgate, Cooper, Queudrue, Nemeth (Morrison 78), Parlour, Zenden, Downing, Hasselbaink, Job.
Aðrir varamenn: Nash, Doriva, Davies, McMahon.

Norwich: Green, Edworthy, Fleming, Doherty, Drury, Bentley, Helveg (Brennan 12), Jarvis (Crow 74), Mulryne, Huckerby, McKenzie.
Aðrir varamenn: McVeigh, Shackell, Gallacher.


Tottenham 1-1 Crystal Palace
Úrslitin á White Hart Lane í dag voru sanngjörn með meiru. Eftir góða byrjun Palace í fyrri hálfleiknum áttu Tottenham menn meira í þeim seinni og bæði lið settu tvö mörk á andstæðinginn en aðeins annað þeirra var löglegt.

Á 11. mínútu var mark dæmt af Andy Johnson sem var dæmdur rangstæður. Paul Robinsson varði svo glæsilega frá Johnson áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var að verki Jermain Defoe sem skoraði fallegt mark af 25 metra færi á 54. mínútu. Fredi Kanoute skoraði einnig mark en það var líkt og hjá Johnson í fyrri háfleik, dæmt af vegna rangstöðu.

En réttlætinu var fullnægt þegar Andy Johnson skoraði með skemmtilegu skoti fyrir utan vítateig, 10 mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

Tottenham: Robinson, Pamarot, King, Edman, Gardner, Ricketts (Pedro Mendes 45), Brown, Carrick, Ziegler, Defoe, Kanoute (Keane 83).
Varamenn: Fulop, Redknapp, Davenport.

Crystal Palace: Kiraly, Butterfield, Hall, Sorondo, Granville, Routledge (Torghelle 68), Soares, Riihilahti, Hughes, Lakis, Johnson.
Varamenn: Speroni, Andrews, Leigertwood, Boyce.



Bolton – Blackburn Rovers 0-1
Sam Allardyce gerði fimm breytingar á liði Bolton frá því í leiknum gegn Manchester United á sunnudaginn. Á sjöttu mínútu komst Blackburn yfir þegar að Paul Dickov skoraði með fallegu skoti á lofti eftir undirbúning Steven Reid. Skömmu áður hafði Jay Bothroyd átti færi en Jussi Jaaskelainen í marki Bolton varði vel.

Skömmu síðar átti Jaaskelainen misheppnað útspark og Barry Ferguson fékk tækifæri á að skora. Hann renndi boltanum hinsvegar á Bothroyd sem að var rangstæður. Bæði lið fengu færi til að skora en lokatölur 1-0 fyrir Blackburn sem að vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni en Bolton heldur áfram að ganga illa.

Bolton: Jaaskelainen, Hunt, N'Gotty, Jaidi, Gardner, Okocha, Speed (Hierro 72), Giannakopoulos (Ferdinand 76), Pedersen (Vaz Te 52), Davies, Diouf.
Ónotaðir varamenn: Poole, Barness.

Blackburn: Friedel, Neill, Todd, Johansson, Matteo, Reid, Flitcroft, Ferguson, Emerton, Dickov, Bothroyd (Stead 25).
Ónotaðir varamenn: Enckelman, Gallagher, Thompson, McEveley



Manchester City – WBA 1-1
Eftir aðeins sautján mínútur fékk danski varnarmaðurinn Thomas Gaardsoe rauða spjaldið fyrir ljótt brot á Robbie Fowler. Eftir um hálftíma leik komust heimamenn yfir þegar að Nicolas Anelka skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu. Manchester City var mun betra liðið og David James þurfti ekki að verja boltann fyrr en undir lok fyrri hálfleiks.

Mikil rigning var í síðari hálfleik og liðin sköpuðu sér fá færi. Þegar að fimm mínútur voru eftir náði WBA hinsvegar að jafna. Paul Robinson sendi langan bolta á varamanninn Robert Earnshaw, Richard Dunne ætlaði að bjarga með því að setja boltann með hnénu til baka á David James en boltinn fór í hans eigið net. Ótrúlegt sjálfsmark hjá Richard Dunne og lokatölur 1-1.

Manchester City: James, Mills, Distin, Dunne, Jordan (Onuoha 45), Shaun Wright-Phillips, Barton, Bosvelt, Sibierski, Fowler, Anelka.
Ónotaðir varamenn: Macken, Waterreus, Bradley Wright-Phillips, Flood.

West Brom: Hoult, Scimeca (Albrechtsen 64), Gaardsoe, Purse, Robinson, Greening (Earnshaw 82), Johnson, Clement, Wallwork, Gera (Hulse 76), Horsfield.
Ónotaðir varamenn: Koumas, Kuszczak.



Charlton – Everton 2-0
Hermann Hreiðarsson kom mikið við sögu þegar að Charlton sigraði “Spútniklið” Everton í dag. Bæði lið byrjuðu leikinn rólega og lítið var um góð færi. Í síðari hálfleik var hraðinn meiri og Hermann bjargaði vel eftir þvögu í teignum eftir hornspyrnu Thomas Gravesen. Á 82.mínútu komst Charlton yfir þegar að Talal El Karkouri skoraði með skalla af stuttu færi.

Einni mínútu síðar var tók Tony Hibbert innkast, Hermann Hreiðarsson var að dekka Duncan Ferguson og Skotinn stóri gaf Eyjapeyjanum olnbogaskot. Mike Riley sýndi Ferguson beint rautt spjald en sá síðarnefndi hafði aðeins verið inni á vellinum í átta mínútur eftir að hann kom inn á sem varamaður fyrir Marcus Bent. Á 85.mínútu skoraði Hermann Hreiðarsson annað mark Charlton með skoti á lofti eftir hornspyrnu en þetta var fyrsta mark Hermanns fyrir Charlton í um það bil eitt ár. Lokatölur 2-0 og Charlton hefur ekki tapað í seinustu fimm leikjum.

Charlton: Kiely, Young, El Karkouri, Fortune, Hermann Hreiðarsson, Rommedahl (Konchesky 79), Murphy, Kishishev, Holland, Thomas (Euell 69), Bartlett.
Ónotaðir varamenn: Andersen, Hughes, Johansson.

Everton: Martyn (Wright 45), Hibbert, Stubbs, Weir, Pistone, Yobo (McFadden 84), Carsley, Gravesen, Cahill, Kilbane, Bent (Ferguson 74).
Ónotaðir varamenn: Campbell, Naysmith.




Fulham 2-3 Birmingham
Sigurganga Birmingham er komin upp í fjóra leiki eftir góðan sigur á Craven Cottage í dag. Emile Heskey er í fantaformi og hann skoraði einmitt fyrsta markið eftir skemmtilegan þríhyrning við Clinton Morrison.

En gegn gangi leiksins jafnaði Sylvain Legwinski fyrir Fulham en liðið spilaði mjög sókndjarft en það var ekki nóg því þeir bláklæddu voru líka í stuði.

Heskey var í góðum gír í framlínunni og hann lagði upp annað mark Birmingham þegar hann skallaði boltann fyrir fætur Darren Carter sem skoraði með góðu skoti. Robbie Savage tryggði svo sigurinn með glæsilegu marki áður en Tomasz Radzinski skoraði á lokamínútunni en það dugði engan veginn til.

Fulham: Van der Sar, Volz, Knight, Pearce (Rehman 45), Bocanegra, John (Hammond 57), Legwinski, Diop, Radzinski, Cole, McBride (Malbranque 56).
Varamenn: Pembridge, Crossley.

Birmingham: Maik Taylor, Tebily, Cunningham, Upson, Melchiot, Johnson, Carter, Savage (Anderton 86), Clapham, Heskey (Gray 75), Morrison (Clemence 82).
Varamenn: Martin Taylor, Vaesen.




Smellið hér til að skoða stöðuna í deildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner