Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 30. nóvember 2016 16:19
Hafliði Breiðfjörð
Garðar Jóhannsson í KFG (Staðfest)
Frá undirskriftinni.
Frá undirskriftinni.
Mynd: KFG
Sóknarmaðurinn reyndi Garðar Jóhannsson er genginn í raðir 3. deildarliðs KFG og skrifaði undir samning þess efnis í vikunni.

Garðar, sem er 36 ára, var útnefndur leikmaður ársins hjá Fylki á síðasta tímabili en hann skoraði þá fjögur mörk í 19 leikjum í Pepsi-deildinni.

Hann er þegar kominn með félagaskipti til KFG og mun styrkja liðið verulega fyrir baráttuna í 3. deildinni.

KFG ætlar sér stóra hluti og mun bæta við sig leikmönnum á næstu vikum.

Garðar er ásamt þjálfurum KFG á myndinni, þeim Birni, Kristjáni og Lárusi við undirskrift félagaskiptanna.

Garðar sem á að baki 8 leiki fyrir landslið Íslands hefur einnig spilað með Stjörnunni, KR og Val á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner