Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. desember 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Myndband: Rúnar skoraði eftir laglegt þríhyrnings spil
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur spilað mjög vel með Grasshopper í Sviss síðan hann kom til félagsins frá GIF Sundsvall í Svíþjóð um helgina.

Rúnar skoraði sitt sjötta mark á tímabilinu í 2-1 útisigri á Lausanne Sport í gær.

Markið skoraði Rúnar eftir laglegt þríhyrningsspil en myndband af því er hér að neðan.

Grasshopper er eftir sigurinn í 5. sæti í svissnesku deildinni með 21 stig en fimm stig er upp í fjórða sætið sem gefur Evrópusæti.

Tíu lið leika í úrvalsdeildinni í Sviss og spiluð er fjórföld umferð. Mótið verður hálfnað um næstu helgi en þá tekur við vetrarfrí fram í febrúar.



Athugasemdir
banner
banner
banner