Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. febrúar 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Staðfest að umboðsmaður Rooney er í Kína
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
BBC og Sky hafa bæði staðfesta að Paul Stretford, umboðsmaður Wayne Rooney, sé í Kína til að ræða við félög þar í landi.

Félagaskiptaglugginn í Kína lokar á þriðjudaginn og Stretford er að skoða möguleika fyrir Rooney þar í landi.

Hins vegar telja enskir fjölmiðlar ennþá ólíklegt að Rooney semji til Kína áður en glugginn loki.

Það að Stretford sé í Kína þýðir aftur á móti að Rooney má fara frá Manchester United og talið er að hann yfirgefi félagið í sumar.

Hinn 31 árs gamli Rooney hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Manchester United á tímabilinu en í síðasta mánuði sló hann markamet Sir Bobby Charlton hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner