Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 28. febrúar 2017 08:15
Elvar Geir Magnússon
Carragher: Bæði lið eiga að skammast sín
Stuðningsmenn Leicester sýna Ranieri stuðning með grímum.
Stuðningsmenn Leicester sýna Ranieri stuðning með grímum.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, læt bæði lið heyra það eftir 3-1 sigur Leicester gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Carragher segir að leikmenn Liverpool eigi að skammast sín fyrir að hafa verið slakara liðið í öllum þáttum leiksins.

Þá gagnrýnir Carragher leikmenn Englandsmeistara Leicester fyrir að leggja miklu meira á sig í þessum leik heldur en í sex úrvalsdeildarleikjum á undan þar sem liðið skoraði ekki mark.

„Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég sé fótboltaleik þar sem bæði lið eiga að skammast sín þegar þau ganga af velli," segir Carragher sem er goðsögn hjá Liverpool.

„Liverpool á að skammast sín fyrir hversu lélegt liðið var og Leicester fyrir að hafa ekki lagt þetta á sig í öðrum leikjum."

Félagi hans á Sky Sports, Gary Neville, tók í sama streng og sagði að stærsta breytingin á Leicester hafi einfaldlega verið vinnuframlagið. Leikmenn hefðu sjálfir nennt að leggja sig fram. Craig Shakespeare bráðabirgðastjóri hefði ekki haft þessi áhrif.

Liverpool virðist hægt og rólega vera að detta úr topp fjórum í deildinni en Leicester náði með sigrinum að komast úr fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner