Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
   fim 27. apríl 2017 23:22
Mist Rúnarsdóttir
Jón Kristjáns: Nokkuð vel útpælt hjá okkur
Fylkir byrjar Pepsi-deildina á sigri
Fylkir byrjar Pepsi-deildina á sigri
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Þetta var frábært. Gaman að ná strax þremur stigum. Þetta var mjög gott,“ sagði Jón Kristjánsson þjálfari Fylkis eftir sigur á Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þetta árið.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  0 Grindavík

„Við héldum skipulaginu mjög vel í fyrri hálfleik og vorum miklu betri að mínu mati. Við fengum talsvert af sénsum og svoleiðis. Í seinni hálfleik settu þær okkur undir mikla pressu. Þetta Grindavíkurlið er nokkuð gott og settu okkur undir mikla pressu en við stóðumst hana. Kannski á köflum á lyginni en þær fá samt ekki sitt fyrsta færi fyrr en seinni partinn í seinni hálfleik og fram að því vorum við búin að halda þeim í skefjun allan tímann eins og við ætluðum að gera. Síðan voru komnar svolítið þreyttar lappir þarna undir lokin og þá var þetta orðið erfitt. Við fengum samt ágætis séns undir lokin þegar þær voru farnar að taka mjög mikla sénsa. Við unnum þetta bara. Það er jákvætt.“

Fylkisliðinu hefur ekki verið spáð góðu gengi í sumar en Jón segir að slíkar spár nýtist til að mótivera liðið.

„Ég held að öll lið í heiminum sem er spáð fallsæti noti það til að mótivera sig og svo framvegis. Við gerum það nákvæmlega sama en við stökkvum ekkert upp á afturlappirnar þó við tökum einn sigur. Við erum nokkuð rólegar og nokkuð meðvituð um það sem við erum að stefna að markmiðslega séð. Við erum bara tiltölulega róleg yfir þessu og höldum bara áfram. Það er FH á þriðjudaginn næsta og það verður skemmtilegt að spila í Krikanum.“

Lið Fylkis er gjörbreytt frá því í fyrra en margir reynslumiklir leikmenn hafa horfið á braut og Jón hefur fengið til sín unga og efnilega leikmenn í staðinn. Hann segir markmiðið vera að búa til framtíðarlið í Árbænum.

„Fyrsta markmið er að búa til framtíðarlið Fylkis. Það er númer eitt, tvö og þrjú á þessu ári og hluti af því er að halda liðinu í Pepsi-deildinni. Við fengum samt ekkert hvaða leikmenn sem er til okkar. Þeir eru allir með ákveðna eiginleika sem við vorum að leita eftir og passa inn í það sem ég vil gera. Þetta skiptir öllu máli. Við tókum ekki bara hvað sem er. Við reyndum að sjálfsögðu við miklu meira til þess að efla liðið ennþá meira en síðan eigum við náttúrulega bara fullt af leikmönnum hérna innandyra sem eru að fá tækifæri og eru að stíga sín fyrstu skref. En það er engin tilviljun hvaða leikmenn voru teknir inn og hvaða leikaðferð við erum að spila. Þetta er bara nokkuð vel útpælt hjá okkur,“ sagði Jón meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner