Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 28. apríl 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Jónas Gestur: Held að þjálfarinn sé ekkert rosalega kátur
Ólafsvíkingar ætla að fá 1-2 leikmenn til viðbótar
Jónas Gestur Jónasson.
Jónas Gestur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Cristian Martinez ver mark Víkings og kennir íþróttir í grunnskólanum í Ólafsvík.
Cristian Martinez ver mark Víkings og kennir íþróttir í grunnskólanum í Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það eru spænskir dagar í Ólafsvík en tveir nýir Spánverjar hafa gengið til liðs við félagið í dag. Fyrir hjá liðinu eru spænski markvörðurinn Cristian Martinez og varnarmaðurinn Aleix Egea.

Varnarmaðurinn Nacho Heras Anglada og miðjumaðurinn Alonso Sanchez fengu leikheimild í dag en þeir voru á reynslu í æfingaferð Víkinga á Spáni á dögunum.

„Þetta eru ágætis leikmenn. OKkur leist ágætlega á þá úti," sagði Jónas Gestur Jónasson formaður Víkings

„Við höfum fína tengingu á Spáni og fína reynslu af leikmönnum. Markvörðurinn okkar er til dæmis að kenna íþróttir í grunnskólanum hjá okkur. Menn vilja koma og búa í Ólafsvík og það er gott mál."

Ólafsvíkingar eru að púsla saman liði rétt fyrir mót.

„Ég held að þjálfarinn (Ejub Purisevic) sé ekkert rosalega kátur með þetta. Það er smá höfuðverkur að púsla þessu og það gæti tekið nokkra leiki að slípa þetta saman,"

„Við ætluðum að láta ungu og efnilegu strákana hjá okkur spila fram í mars. Það dróst aðeins hjá okkur að fá leikmenn því að við fengum ekki þá leikmenn sem við vildum fá."

„Ég held að þjálfarinn sé ekkert rosalega kátur með þetta. Það er smá höfuðverkur að pússla þessu. Það gæti tekið nokkra leiki að spila okkur saman."

Víkingur mætir Val í 1. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudag en von er á fleiri nýjum leikmönnum eftir þann leik.

„Við erum að vinna í fleiri málum. Við náum ekki að klára fleiri fyrir Valsleikinn en við fáum vonandi 1-2 í viðbót. Við höfum verið að horfa á kantmann og framliggjandi miðjumann," sagði Jónas.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner