Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. júní 2017 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Swansea við það að kaupa sinn fyrsta leikmann í sumar
Roque Mesa er á leið til Swansea.
Roque Mesa er á leið til Swansea.
Mynd: Getty Images
Swansea er að kaupa miðjumanninn Roque Mesa frá Las Palmas fyrir 11 milljónir punda. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Swansea er að hafa betur í baráttunni um Mesa við lið eins og Sevilla og Roma, en hann verður fyrsti leikmaðurinn sem welska félagið fær til sín þetta sumarið.

Viðræður ganga vel, en það er ekki allt klárt ennþá.

Mesa, sem er 28 ára gamall Spánverji, hefur spilað 126 leiki fyrir Las Palmas frá því hann lék sinn fyrsta leik árið 2011.

Hann spilaði 36 leiki á síðasta tímabili og hjálpaði Las Palmas að forðast fallið úr La Liga. Liðið endaði í 14. sæti.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur leikið með Swansea undanfarin ár og svo virðist sem hann sé að fá nýjan liðsfélaga. Það er þó spurning hvort Gylfi verði áfram, en hann hefur verið sterklega orðaður við Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner