Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. júlí 2017 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu Íslendinga syngja „Ég er kominn heim" í Hollandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap gegn Sviss í öðrum leik sínum á EM í Hollandi á Tjarnarhæðinni í dag.

Fanndís Friðriksdótir kom Íslandi yfir, en Sviss svaraði með tveimur mörkum og vann að lokum.

Þrátt fyrir töp í fyrstu tveimur leikjum mótsins hafa stuðningsmenn ekki hætt að syngja í Hollandi. Þeir hafa verið magnaðir!

Fyrir leik var annar þjóðsöngur Íslands, ef svo má segja, tekinn. Að sjálfsögðu er verið að tala um lagið "Ferðarlok" eða "Ég er kominn heim" eftir Óðinn Valdimarsson.

Hér að neðan má sjá myndband. Við lofum gæsahúð.




Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner