Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 21. ágúst 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Digne hjálpaði slösuðum eftir árásina í Barcelona
Mynd: Getty Images
Lucas Digne átti einn sinn versta dag síðastliðinn fimmtudag. Svona hefst grein sem Gerard Romero skrifar fyrir RAC1 á Spáni í dag.

Digne, sem er bakvörður Barcelona, var einn þeirra fjölmörgu sem aðstoðuðu slasaða eftir hryðjuverkaárásina í Katalóníu í síðustu viku. Ódæðismaður keyrði á vegfarendur í Barcelona í síðustu viku með þeim afleiðingum að 13 létust og 130 slösuðust.

Digne var heima hjá sér þegar árásin átti sér stað, en hann heyrði af henni. Hann býr nálægt Römblunni, staðnum þar sem árásin var, og dreif sig því á vettvang til þess að aðstoða slasaða.

Hann tók með sér vatnsflöskur og handklæði af heimili sínu og færði þeim sem höfðu slasað sig í þessari skelfilegu árás. Hann var einn af þeim fyrstu sem mættu á vettvang árásarinnar.

Hér að neðan má lesa greinina sem Romero skrifaði.

Sjá einnig:
Leikmenn spila með 'Barcelona' aftan á treyjum sínum
Athugasemdir
banner
banner