Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. ágúst 2017 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brighton að styrkja sig - Sóknarmaður frá Gana á leiðinni
Mynd: Getty Images
Nýliðar Brighton eru að styrkja sig fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru að kaupa sóknarmann frá Gana. Allir helstu fréttamiðlarnir á Englandi hafa sagt frá þessu í dag.

Maðurinn er Raphael Dwamena, en hann hefur að undanförnu spilað með FC Zurich í Sviss. Þar spilar Guðlaugur Victor Pálsson.

Dwamena, sem er 21 árs gamall, er búinn að semja persónulega við Brighton, en hann á eftir að fara í læknisskoðun og fá atvinnuleyfi.

Fyrsta tilboði Brighton upp á 8 milljónir punda var hafnað, en talið er að félagið hafi síðan boðið 12 milljóniir punda. Það var samþykkt.

Dwamena hefur raðað inn mörkunum í Sviss, en það verður spennandi að sjá hvað hann gerir í ensku úrvalsdeildinni.

Brighton hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Um helgina töpuðu þeir gegn Leicester.
Athugasemdir
banner
banner