Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. september 2017 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aurier biðst afsökunar á rauða spjaldinu
Aurier gengur niðurlútur af velli í gær.
Aurier gengur niðurlútur af velli í gær.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Serge Aurier fékk afar heimskulegt rautt spjald þegar Tottenham mætti West Ham í gær.

Hann var heppinn að það kostaði lið sitt ekki sigurinn. Þegar hann fékk sitt annað gula spjald var staðan 3-1 fyrir Tottenham, en West Ham náði að minnka muninn og var nálægt því að jafna.

Hægt er að setja spurningamerki við fyrra gula spjaldið hjá kappanum en seinna gula spjaldið sem hann fékk á Ólympíuleikvanginum var svo sannarlega í heimskulegri kantinum

Á gulu spjaldi ákvað hann að fara í glórulausa tæklingu og fyrir það fékk hann annað gult spjalt og þar með rautt.

Netverjar létu heyra í sér á samfélagsmiðlum eftir að Aurier fauk út af, en hann fór á Instagram eftir leik og baðst afsökunar.

„Mér þykir fyrir rauða spjaldinu en svona gerist í fótbolta," skrifaði Aurier við mynd á Instagram.

Hér að neðan má sjá myndina.


Athugasemdir
banner
banner