Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. september 2017 08:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool og Everton berjast um varnarmann
Powerade
Ezri Konsa miðvörður Charlton.
Ezri Konsa miðvörður Charlton.
Mynd: Getty Images
Slúðrið er á sínum stað í dag líkt og alla aðra daga. Kíkjum á pakkann.



Manchester United ætlar að hefja viðræður við markvörðinn David De Gea (26) um nýjan samning. United vonast til að halda honum þrátt fyrir áhuga frá Real Madrid. (Independent)

Everton bauð 70 milljónir punda í Diego Costa (28), framherja Chelsea, undir lok félagaskiptagluggans. (Daily Mail)

Real Madrid vill fá Dele Alli (21) frá Tottenham en króatíski miðjumaðurinn Mateo Kovacic gæti farið í skiptum. (Daily Star)

Arsenal er eitt af fjórum félögum sem vilja fá Harold Moukoudi (19) varnarmann Le Havre. Nice, Bordeaux og Red Bull Leipzig hafa einnig áhuga. (Sun)

Real Madrid ætlar að bjóða Marco Asensio (21) nýjan samning með hæsta riftunarverði sögunnar. (AS)

Chelsea ætlar að reyna að fá vinstri bakvörðinn Alex Sandro (26) frá Juventus í janúar. (TransferMarketWeb)

Manchester City ætlar að bjóða Raheem Sterling (22) nýjan samning til að koma í veg fyrir að hann fari til Arsenal. Sterling á þrjú ár eftir af samningi sínum. (Daily Star)

Kevin de Bruyne (26) er einnig að fá nýjan samning hjá City eftir góða byrjun á tímabilinu. (Sun)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur áhuga á að fá Sergi Roberto (25) miðjumann Barcelona. Hann er með riftunarverð í samningi sínum upp á 35,3 milljónir punda. (Don Balon)

West Ham er að íhuga að fá varnarmanninn Francesco Vicari (23) frá SPAL á Ítalíu. (Calciomercato)

Mark Noble (30), miðjumaður West Ham, telur að Harry Kane (24) framherji Tottenham sé að minnsta kosti 100 milljóna punda virði. (Daily Express)

Liverpool og Everton eru að berjast um Ezri Konsa (19) miðvörð Charlton. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner