Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. nóvember 2017 14:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Willumssynir skrifa undir samninga við Blika
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir efnilegu Willum Þór og Brynjólfur Darri Willumssynir hafa báðir skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Þetta segir í fréttatilkynningu Breiðabliks.

Willum Þór, sem er 19 ára, var að framlengja fyrri samning sinn við félagið en Brynjólfur Darri, sem er 17 ára, var að skrifa undir sinn fyrsta samning við Breiðablik.

Báðir eru þeir synir Willums Þórs Þórssonar, alþingismanns og fyrrum þjálfara KR og fleiri liða.

„Willum Þór sló í gegn í sumar með meistaraflokknum og var þar að auki fyrirliði í sterkum 2. fokki félagsins," segir á Blikar.is „Brynjólfur var að klára fysta árið sitt í 2. flokki og hefur honum farið mikið fram á undanförnum misserum."

Willum Þór hefur leikið tvo leiki með U 19 ára landsliði Íslands en Brynjólfur Darri á 6 leiki að baki með yngri landsliðum Íslands.

„Það eru ýmsir eftirminnilegir bræður sem hafa leikið með Blikaliðinu í gegnum tíðina. Þar má til dæmis nefna Daða og Dúma Jónssyni, Helga og Gulla Helgasyni, Hinrik, Einar og Þórarinn Þórhallssyni, Sigurð, Arnar og Jóhann Grétarssyni. Ef að líkum lætur munu þessir Willumssynir marka jafn djúp spor í sögu Breiðabliks líkt og þessir ágætu leikmenn," segir enn fremur á heimasíðunni.
Athugasemdir
banner